
Sveindís Jane Jónsdóttir hefur verið í afar litlu hlutverki hjá Wolfsburg á tímabilinu.
Hún sat allan tímann á bekknum þegar liðið vann dramatískan sigur á Hoffenheim í þýsku deildinni í kvöld.
Hún sat allan tímann á bekknum þegar liðið vann dramatískan sigur á Hoffenheim í þýsku deildinni í kvöld.
Wolfsburg lenti undir en Alexandra Popp jafnaði metin þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Jule Brand tryggði liðinu sigur með marki í uppbótatíma.
Wolfsburg er í 2. sæti með 45 stig, stigi á undan Frankfurt en Bayern varð meistari um helgina. Sveindís hefur komið við sögu í 17 af 20 leikjum liðsins en oftar en ekki af bekknum.
Athugasemdir