Valgeir Valgeirsson er að koma til baka eftir meiðsli en hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Örebro í í þrjá mánuði.
Hann kom liðinu yfir gegn Helsingborg í 9. umferð í næst efstu deild í Svíþjóð með stórkostlegu marki. Helsingborg jafnaði metin í seinni hálfleik og 1-1 urðu lokatölur.
Axel Andrésson var einnig í byrjunarliðinu og hinn 17 ára gamli Óli Sigurbjörn Melander sat á bekknum.
Örebro er með 10 stig eftir 9 leiki í 13. sæti.
Í efstu deild var Íslendingaslagur Kalmar og Norrköping. Davíð Kristján Ólafsson var í byrjunarliði Kalmar. Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason voru í byrjunarliði Norrköping og Andri Guðjohnsen kom inn á sem varamaður.
Kalmar vann leikinn 2-1 en Arnór Sig lagði upp mark Norrköping. Kalmar jafnaði Norrköping að stigum með sigrinum en liðin eru með 17 stig eftir 10 leiki í 5. og 6. sæti.
ÖSK tar ledningen hemma mot Helsingborgs IF! Målskytt Valgeir Valgeirsson i sin första match från start denna säsong. pic.twitter.com/ZVojLiuAj3
— discovery+ sport ???????? (@dplus_sportSE) May 28, 2023