Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   þri 28. maí 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þurfum að velja mínúturnar vel fyrir þá"
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Smárason, fyrirliði ÍA, byrjaði á bekknum þegar Skagamenn tóku á móti Íslands- og bikarmeisturunum á laugardag. Víkingur vann leikinn með einu marki og í kjölfar marksins kom Arnór inn á.

„Hann er auðvitað, eins og við vitum, búinn að glíma við meiðsli í upphafi móts. Það er eins með Rúnar (Má Sigurjórnsson), við erum að reyna passa aðeins upp á þá og reyna að hjálpa þeim að komast í toppform. Við þurfum að velja mínúturnar vel fyrir þá og gera þetta skynsamlega," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, í viðtali eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍA 0 -  1 Víkingur R.

Rúnar Már gekk í raðir ÍA í vetur og hefur nú komið við sögu í fimm leikjum. Hann fór í aðgerð í vetur og er að koma til baka eftir hana. Hann og Arnór eru báðir fyrrum landsliðsmenn og atvinnumenn til fjölda ára, Rúnar er tveimur árum yngri en Arnór.

Jón Þór var spurur hvort það væri langt í að Rúnar gæti spilað 90 mínútna leik.

„Nei, vonandi ekki," sagði þjálfarinn. Nýliðarnir eru með tíu stig eftir átta umferðir. Næsti leikur er útileikur gegn KA á laugardaginn, það er jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir landsleikjahlé.


Jón Þór: Hann hrynur í jörðina eins og hann hafi verið kýldur og nefbrotinn
Innkastið - Baulað í Vesturbæ og Hrafninn í stúkunni
Athugasemdir
banner
banner