Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
banner
   sun 28. júní 2020 19:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarki: Ég var nokkuð góður í miðvarðarstöðunni
Lengjudeildin
Bjarki Þór Viðarsson.
Bjarki Þór Viðarsson.
Mynd: Haukur Gunnarsson
„Ég er ekkert eðlilega ánægður," sagði Þórsarinn Bjarki Þór Viðarsson eftir 2 - 3 útisigur á Leikni F í Lengjudeildinni í dag en leikið var í Fjarðabyggðarhöllinni.

Lestu um leikinn: Leiknir F. 2 -  3 Þór

„Vá hvað þetta var erfiður leikur. Við erum mikið fyrir að búa til dramatík í lokin," bætti hann við.

„Við vorum ekki klárir fyrstu mínúturnar og þeir skora eftir mínútu. En það kom okkur í gírinn og við náðum að setja tvö eftir horn," bætti Bjarki við en hann skoraði sjálfur mörk á 8. og 11. mínútu og kom Þór yfir.

Bjarki byrjaði í miðvarðarstöðunni í dag en spilar vanalega sem bakvörður. „Þetta byrjaði í Kjarnafæðismótinu þar sem allir miðverðirnir okkar voru meiddir og ég þurfti að leysa þessa stöðu. Ég var nokkuð góður í henni og það hefur enginn náð að henda mér út úr stöðunni ennþá. Mér finnst skemmtilegra í miðverði, minni hlaup og meiri barátta. Ég er fínn í báðu."

Nánar er rætt við hann í sjónvarpinu að ofan en hann segir í lokin að tveir leikmenn Þórs hafi ekki spilað leikinn útaf óvissu með smithættu eftir að leikmaður Stjörnunnar greindist með Covid-19 í vikunni en Leiknir mætti Stjörnunni í bikarleik í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner