Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
banner
   sun 28. júní 2020 16:30
Sigurður Marteinsson
Bjarni Jó: Mjög ánægður með varnarleikinn
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Jóhannsson þjálfari Vestra virkaði nokkuð sáttur eftir markalaust jafntefli gegn Leikni í Breiðholtinu í dag.
„Ég var ánægður með frammistöðu minna manna''

Lestu um leikinn: Leiknir R. 0 -  0 Vestri

„Við vorum að spila hérna á móti einu besta liði í fyrstu deild á þessum tíma og (þeir) eru með mjög skemmtilegt og samhæft lið þannig að ég var mjög ánægður með sérstaklega varnarleikinn''.

„Við héldum hreinu og svo svona eins og lið eins og við sem erum með hraða menn fram á við, við gátum alveg stolið þessu''

Leikurinn í dag var frekar tíðindalítill. Völlurinn var blautur og og fóru mörg gul spjöld á loft. Bjarni benti á að það er yfirleitt talsvert mikið um spjöld í byrjun móts.

„Svo er þetta alltaf þannig á vorin eða á miðju sumri núna að þegar að menn eru að fara af stað að þá eru fleiri spjöld í upphafi móts''

Félagsskiptaglugginn lokar á næstu dögum. Vestri fékk á dögunum Gunnar Jónas Hauksson á lánsamningi frá Gróttu, annað tímabilið í röð. Hann kom þó ekki við sögu í leiknum í dag. Bjarni glotti aðeins við og sagði að það væri alltaf ákveðin spenna hjá þjálfurum áður en glugginn lokar.

„Þetta eru alltaf svo spennadi dagar þegar er verið að loka glugganum fyrir þjálfara hvað formennirnir gera, maður veit aldrei neitt''





Athugasemdir
banner