Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. júní 2020 21:12
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi Max-deildin: Patrick með þrennu - KR vann á Skaganum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
KR og Valur unnu leiki sína á útivelli í Pepsi Max-deild karla í kvöld.

KR heimsótti ÍA á Akranes og var staðan markalaus eftir fjörugan fyrri hálfleik. Skagamenn voru betri í fyrri hálfleik en færanýtingin slök og átti Beitir Ólafsson stórleik í markinu.

Seinni hálfleikurinn var afar fjörugur og kom Steinar Þorsteinsson heimamönnum yfir rétt eftir að Kristján Flóki Finnbogason klúðraði dauðafæri á hinum endanum.

Aron Bjarki Jósepsson jafnaði fimm mínútum síðar. Hann skoraði eftir klafs í teignum í kjölfar hornspyrnu.

Kristján Flóki kom KR-ingum svo yfir átta mínútum síðar eftir laglegt samspil við Kristinn Jónsson.

Íslandsmeistarar KR gerðu vel að drepa leikinn niður eftir seinna markið og fengu þeir tækifæri til að innsigla sigurinn undir lokin. Pálmi Rafn Pálmason steig þá á vítapunktinn en skaut í stöng.

Skagamönnum tókst ekki að jafna á lokakaflanum og er KR komið með sex stig eftir þrjár fyrstu umferðirnar. ÍA er með þrjú stig.

ÍA 1 - 2 KR
1-0 Steinar Þorsteinsson ('48)
1-1 Aron Bjarki Jósepsson ('53)
1-2 Kristján Flóki Finnbogason ('61)
1-2 Pálmi Rafn Pálmason ('84, misnotað víti)

Valur heimsótti þá HK í Kópavog og var þetta dagur Patrick Pedersen sem hafði hægt um sig í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins.

Patrick skoraði tvennu á tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik og fullkomnaði hann þrennuna með marki úr vítaspyrnu fyrir leikhlé. Leifur Andri Leifsson braut á Sigurði Agli Lárussyni innan vítateigs og fékk beint rautt spjald fyrir.

Birkir Heimisson kom inn af bekknum á 80. mínútu og gerði fjórða mark Vals undir lokin.

Valur er því með sex stig eftir þrjár umferðir. HK er með þrjú stig.

HK 0 - 4 Valur
0-1 Patrick Pedersen ('19)
0-2 Patrick Pedersen ('21)
0-3 Patrick Pedersen ('38, víti)
0-4 Birkir Heimisson ('87)
Rautt spjald: Leifur Andri Leifsson, HK ('36)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner