Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   þri 28. júní 2022 14:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ivan á förum frá Keflavík - Kostar milljón dollara
Ivan
Ivan
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Siggi Raggi
Siggi Raggi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík fékk snemma á Íslandsmótinu Úkraínumanninn Ivan Kaliuzhnyi á láni frá úkraínska félaginu FK Oleksandriya.

Lánssamningurinn rennur út 5. júlí. Þar sem Ivan er í leikbanni í næsta leik þá hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir félagið og er á förum á næstu dögum frá Keflavík. Þetta staðfesti Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Við reyndum mjög mikið að halda honum. Hann er samningsbundinn Oleksandriya í þrjú ár í viðbót og eigandinn sagði að Ivan væri til sölu á eina milljón dollara," sagði Siggi Raggi.

„Hann er í banni í næsta leik og er því á förum til Úkraínu á næstu dögum. Það er stefnt á að spila deildina í Úkraínu. Vonandi verður hægt að spila Úkraínu þetta tímabil, það er stríð í gangi og maður hefur áhyggjur af þeim, fjölskyldunni. Þetta er yndisleg fjölskylda eins og við höfum kynnst."

„Ég hef heyrt að hann verði annað hvort áfram þar eða fara í Indversku Ofurdeildina sem væri auðvitað mjög gott fyrir hann fjárhagslega."


Einn besti leikmaður sem hefur spilað á Íslandi
Ivan, sem er 24 ára miðjumaður, hefur siglt aðeins undir radarinn í sumar. Siggi Raggi hrósar honum í hástert.

„Mér finnst hann hafa siglt svolítið undir radarinn í fjölmiðlum á Íslandi. Þetta er held ég einn besti leikmaður sem hefur spilað á Íslandi, enda er hann byrjunarliðsmaður í sjötta besta liði Úkraínu sem er áttunda besta deild í Evrópu. Ég held að þeir sem hafi séð hann eftir fyrstu leikina geti verið sammála mér í því."

Eru að líta í kringum sig
Ætlar Keflavík að sækja sér mann í staðinn í glugganum sem opnar á morgun?

„Já, við erum að skoða hvort við náum að styrkja liðið í glugganum. Það er ekkert sem ég get staðfest ennþá en við erum að líta í kringum okkur og höfum áhuga á að fá inn 1-2 leikmenn," sagði Siggi Raggi.
Athugasemdir
banner
banner
banner