Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 28. júní 2022 20:47
Ívan Guðjón Baldursson
Undankeppni HM: Ísland öruggt með umspilssæti eftir sigur Hollands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Holland 3 - 0 Hvíta-Rússland
1-0 Jill Roord ('13)
2-0 Aniek Nouwen ('59)
3-0 Lineth Beerensteyn ('85)


Hollenska kvennalandsliðið er komið á topp undanriðilsins fyrir HM eftir þægilegan sigur á heimavelli gegn Hvíta-Rússlandi í dag.

Jill Roord, Aniek Nouwen og Lineth Beerensteyn sáu um markaskorun Hollendinga sem eru með 17 stig eftir 7 umferðir, aðeins ein umferð eftir þar sem framundan er úrslitaleikur gegn Íslandi.

Stelpurnar okkar eiga eftir að spila tvo leiki í undanriðlinum og eru þeir á dagskrá í byrjun september. Þær taka fyrst á móti Hvítrússum og þurfa sigur þar til að endurheimta toppsætið fyrir úrslitaleikinn. Hvítrússar eiga ekki lengur möguleika á því að ná íslenska liðinu og því er Ísland öruggt með umsspilssæti.

Sigur gegn Hvítrússum kæmi Íslandi aftur á toppinn, einu stigi yfir hollenska landsliðið, og þá væru Stelpurnar í betri stöðu en ella fyrir úrslitaleikinn.

Ísland er þó öruggt með umspilssæti eftir úrslit kvöldsins, sama hvernig síðustu tveir leikirnir enda.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner