Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 28. júní 2023 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Haddi: Þýðir ekkert að vorkenna sjálfum sér
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var svekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn ÍBV í Bestu deild karla í kvöld en þetta var sjöunda tap þess á tímabilinu.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  0 KA

KA kom sér í ágætis stöður í leiknum en náði ekki að nýta sér þær stöður.

Liðið hefur verið í miklu basli á tímabilinu en er þrátt fyrir það í 5. sæti deildarinnar.

„Við erum svekktir. Töpum 2-0 og skorum ekki og er ég svekktur með það. Eins og allir hérna vita þá hafði veðrið áhrif en mér fannst við skapa jafn mikið og ÍBV. Þetta datt þeirra megin og því miður fannst mér við ekki nógu klókir. Við erum í aðstöðu til að koma boltanum inn í, gerum ekki og fáum á okkur skyndisókn og mark.“

„Það er erfitt. Við erum búnir að tala um þetta, vissum nákvæmlega hvernig veðrið yrði og hvernig ÍBV myndi spila. Við vorum vel undirbúnir en því miður þá unnu þeir í dag,“
sagði hann við Fótbolta.net.

Veðrið hafði áhrif á leikinn en honum fannst KA sem vera betri aðilinn en hefur vissulega áhyggjur af markaskorun liðsins.

„Neinei, mér fannst við aðeins ofan á ef ég á að segja alveg eins og er, en málið er að veðrið var jafn slæmt fyrir ÍBV og okkur. Þeir skoruðu tvö mörk og við skoruðum ekki mark. Það er áhyggjuefni hjá okkur, áttundi leikurinn sem við skorum ekki mark. Það er ekkert flókið, við þurfum að gera betur og vorum með tækifæri til að koma okkur í góðar stöður í þessum leik og þegar aðalatriðin eru skoðuð erum við með fínar stöður en skorum ekki og þurfum að laga það ef við ætlum að vinna leiki.“

Það er ýmislegt um að vera hjá KA í júlí. Liðið spilar í Evrópukeppni og tekur þátt í undanúrslitum bikarsins en hann segir að nú sé ekki tíminn til að vorkenna sjálfum sér.

„Við erum neðar en við ætluðum okkur. Við höfum tapað tveimur leikjum í röð. Það er smá brekka hjá okkur núna, þú þekkir það, og það er bara ein leið til að laga það og það erum við sjálfir og við förum bara og vinnum í okkar málum. Það er spennandi mánuður framundan, undanúrslit í bikar og Evrópukeppni. Það þýðir ekkert að vorkenna sjálfum sér, það er bara mæta á æfingasvæðið, gera vel og fara að skora mörk,“ sagði Hallgrímur í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner