Zubimendi nálgast Arsenal - Man Utd gæti skipt Höjlund út fyrir Lookman - Tottenham vill Rashford
El Clasico úrslitaleikurinn í beinni á Fótbolta.net annað kvöld
Elmar Cogic: Allir góðir hlutir taka tíma
Sölvi: Neita að trúa því að það séu einhver þreytumerki á okkur
Magnús Már: Þetta er það sem gerist ef það er trú og liðsheild
Alex Freyr: Gleymist í umræðunni að við erum með hörkulið
„Fúlt að tapa fótboltaleik ef við getum kallað þetta fótboltaleik"
Þórsvöllur er gryfja - „Elska þetta vallarstæði"
Gabríel Hrannar: Er fyrst og fremst svekktur
Dóri Árna: Hefði sagt það sama við þig
Óli Valur: Töluvert minna baul en ég bjóst við
Heimir Guðjóns eftir fyrsta stigið: Einhverstaðar verðum við að byrja
Jökull: Svona 300 augnablik sem maður getur tekið
Höskuldur hetjan í lokin: Var búinn að hlaða fótinn helvíti illa
Óskar Hrafn: Ég er alltaf geggjaður
Túfa: Verð gráhærður að bíða eftir að liðið haldi hreinu
Haddi: Ekki sóknarleikurinn sem er vandamálið
Þegar Arnar og Bjarki mættu í KR - „Ég trompaðist þegar hann tók þessa ákvörðun“
Óli Kristjáns: Okkur fannst hann fara í hendina
Elaina Carmen: Mikill heiður að spila fyrir Fram
Thelma Karen: Unnum okkur hægt og rólega inn í leikinn
   mið 28. júní 2023 20:57
Brynjar Ingi Erluson
Haddi: Þýðir ekkert að vorkenna sjálfum sér
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum í kvöld
Úr leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var svekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn ÍBV í Bestu deild karla í kvöld en þetta var sjöunda tap þess á tímabilinu.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  0 KA

KA kom sér í ágætis stöður í leiknum en náði ekki að nýta sér þær stöður.

Liðið hefur verið í miklu basli á tímabilinu en er þrátt fyrir það í 5. sæti deildarinnar.

„Við erum svekktir. Töpum 2-0 og skorum ekki og er ég svekktur með það. Eins og allir hérna vita þá hafði veðrið áhrif en mér fannst við skapa jafn mikið og ÍBV. Þetta datt þeirra megin og því miður fannst mér við ekki nógu klókir. Við erum í aðstöðu til að koma boltanum inn í, gerum ekki og fáum á okkur skyndisókn og mark.“

„Það er erfitt. Við erum búnir að tala um þetta, vissum nákvæmlega hvernig veðrið yrði og hvernig ÍBV myndi spila. Við vorum vel undirbúnir en því miður þá unnu þeir í dag,“
sagði hann við Fótbolta.net.

Veðrið hafði áhrif á leikinn en honum fannst KA sem vera betri aðilinn en hefur vissulega áhyggjur af markaskorun liðsins.

„Neinei, mér fannst við aðeins ofan á ef ég á að segja alveg eins og er, en málið er að veðrið var jafn slæmt fyrir ÍBV og okkur. Þeir skoruðu tvö mörk og við skoruðum ekki mark. Það er áhyggjuefni hjá okkur, áttundi leikurinn sem við skorum ekki mark. Það er ekkert flókið, við þurfum að gera betur og vorum með tækifæri til að koma okkur í góðar stöður í þessum leik og þegar aðalatriðin eru skoðuð erum við með fínar stöður en skorum ekki og þurfum að laga það ef við ætlum að vinna leiki.“

Það er ýmislegt um að vera hjá KA í júlí. Liðið spilar í Evrópukeppni og tekur þátt í undanúrslitum bikarsins en hann segir að nú sé ekki tíminn til að vorkenna sjálfum sér.

„Við erum neðar en við ætluðum okkur. Við höfum tapað tveimur leikjum í röð. Það er smá brekka hjá okkur núna, þú þekkir það, og það er bara ein leið til að laga það og það erum við sjálfir og við förum bara og vinnum í okkar málum. Það er spennandi mánuður framundan, undanúrslit í bikar og Evrópukeppni. Það þýðir ekkert að vorkenna sjálfum sér, það er bara mæta á æfingasvæðið, gera vel og fara að skora mörk,“ sagði Hallgrímur í lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner