Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. júlí 2021 11:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ólympíuleikarnir: Þýskaland úr leik og Richarlison með tvennu
Henrichs svekktur í leiknum í dag.
Henrichs svekktur í leiknum í dag.
Mynd: Getty Images
Fjórum leikjum er lokið í þriðju umferð, lokaumferð, riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum.

Keppni í B-, og D-riðli er lokið. Suður-Kórea og Nýja-Sjáland fara áfram úr B-riðli og Brasilía og Fílabeinsströndin úr D-riðli.

Fílabeinsströndin og Þýskaland gerðu 1-1 jafntefli og sitja Þjóðverjar eftir í þirðja sæti riðilsins. Bæði mörkin voru skoruð af Þjóðverjum því Fílabeinstrendingar komust yfir með sjálfsmarki Benjamin Henrichs á 67. mínútu.

Eduard Lowen jafnaði metin skömmu síðar fyrir þýska liðið sem náði ekki að ógna marki andstæðinganna það sem eftir lifði leiks.

Brasilía vann 3-1 sigur á Sádí-Arabíu. Richarlison skoraði tvö mörk fyrir Brasilíu og er kominn með fimm mörk í mótinu. Matheus Cunha skoraði fyrsta mark Brassa í leiknum.

Suður-Kórea valtaði yfir Hondúras, 6-0, og endar í efsta sæti D-riðli. Nýja-Sjáland og Rúmenía gerðu þá markalaust jafntefli í hinum leik riðilsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner