Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 28. júlí 2022 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Richards frá Bayern til Crystal Palace (Staðfest)
Mynd: Crystal Palace/Twitter

Chris Richards hefur gert fimm ára samning við Crystal Palace en hann kemur frá Bayern Munchen. Kaupverðið er talið vera 8.5 milljón punda.


Hann hefur fallið niður goggunarröðina hjá Bayern með komu Matthijs de Ligt frá Juventus.

Þessi 22 ára gamli bandaríski miðvörður gekk til liðs við Bayern frá FC Dallas árið 2019. Hann lék 10 leiki fyrir aðallið Bayern en var á láni hjá Hoffenheim síðustu tvö ár.

Þá á hann átta landsleiki fyrir Bandaríkin.

„Ég ólst upp við að horfa á úrvalsdeildinna og ólst upp við að horfa á Wilfried Zaha. Það er töff að spila með þeim [leikmönnum Palace] og vera hluti af þessu sögufræga liði. Ég er mjög spenntur," sagði Richards við undirskriftina. 


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner