fim 28. júlí 2022 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Treyjunúmerið vakti athygli - Af hverju 43?
Lengjudeildin
Guðjón Pétur í leiknum í gær.
Guðjón Pétur í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson lék sinn fyrsta leik með Grindavík í Lengjudeildinni í gær.

Hann kom inn á sem varamaður og spilaði seinni hálfleikinn í 1-2 tapi gegn Þór frá Akureyri.

Guðjón, sem gekk til liðs við Grindavík frá ÍBV, á gluggadeginum átti flotta innkomu í leikinn. „Gaui kemur inn á og þá fara þeir að spila betur. Það var erfiðara að ráða við þá og þeir komu næstum því til baka, en við náðum að halda út," sagði Alexander Már Þorláksson, sóknarmaður Þórs, eftir leikinn í gær.

Treyjunúmer Guðjóns vakti athygli í gær, en hann er núna númer 43 hjá Grindavík.

Samkvæmt upplýsingum sem Fótbolti.net fékk þá var þetta númer það næsta lausa sem var nú þegar til í settinu hjá Grindavík og því var einfaldast að gefa Guðjóni það núna.

Líklegt er að hann verði kominn með nýtt númer þegar næsta tímabil gengur í garð. Hann er vanur því að vera númer tíu í sínum liðum, það er vanalega hans númer.

Ætlar að hjálpa Grindavík að rífa sig í gang
Undirritaður spjallaði við Guðjón Pétur eftir leik Grindavíkur gegn Þórs í gær. Þar sagðist hann vera ánægður með að vera kominn í liðið og að hann ætlaði sér að hjálpa Grindavík að rífa sig í gang.

„Ég er mjög spenntur. Vonandi getur maður hjálpað til við að byggja upp virkilega sterkt lið. Grindavík ætlar sér stóra hluti og stefnan verður sett á Bestu á næsta ári," sagði Guðjón Pétur í viðtalinu sem má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.
Guðjón Pétur: Þjálfarinn vildi ekki nota mig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner