Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 28. september 2020 10:05
Magnús Már Einarsson
Fjölnir spilar síðustu tvo heimaleiki sína í Egilshöll
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mótanefnd KSÍ hefur fært tvo síðustu heimaleiki Fjölnis í Pepsi Max deild karla inn í Egilshöll.

Fjölnir mun ekki spila fleiri leiki á þessu tímabili á Extra-vellinum en búist er við því að grasið þar muni ekki höndla það í október.

Um er að ræða leiki Fjölnis og KR þann 15. október og leik Fjölnis og HK þann 24. október.

Tveir síðustu heimaleikir Fjölnis í Lengjudeild kvenna verða einnig í Egilhöll. Fjölnir mætir þar Aftureldingu á laugardaginn og Víkingi R. í næstu viku.

KR-ingar létu hressilega í sér heyra eftir að Gunnar Þór Gunnarsson sleit krossband í leik gegn Vængjum Júpíters í Egilshöll í júní. KR-ingar hótuðu meðal annars að fara í lögsókn vegna ástandsins á grasinu í Egilshöll.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner