Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 28. október 2020 14:15
Magnús Már Einarsson
Þreföld skipting Hull virkaði - Skoruðu allir
Hull City vann Bristol Rovers 3-1 á útivelli í ensku C-deildinni í gærkvöldi.

Grant McCann, stjóri Hull, gerði þrefalda skiptingu á 59. mínútu þegar liðið var 1-0 undir.

Regan Slater, Tom Eaves og Keane Lewis-Potter komu inn á og þeir höfðu heldur betur áhrif á leikinn.

Leikmennirnir skoruðu allir og tryggðu Hull mikilvægan 3-1 útisigur í topppbaráttu ensku C-deildarinnar.

Hull er í 2. sæti og stuðningsmenn félagsins vonast til að komast aftur upp í Championship deildina eftir fall á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner