banner
   fim 28. október 2021 06:00
Elvar Geir Magnússon
Dregið í riðla fyrir EM á Englandi í dag
Icelandair
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Samsett
Dregið verður í lokakeppni EM kvennalandsliða 2022 í Manchester á Englandi í dag en lokakeppnin fer fram þar í landi í júlí næsta sumar.

Drátturinn verður í beinni hér á Fótbolta.net og hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma

Sjá einnig
Hér verða riðlarnir spilaðir - Hvar endar Ísland?

Opnunarleikur keppninnar fer fram á Old Trafford 6. júlí og úrslitaleikurinn á Wembley 31. júlí. Leikið verður í átta borgum víðsvegar um England.

Ísland er í fjórða styrkleikaflokki í drættinum, en árangur liða í síðustu þremur undankeppnum og lokakeppnum ræður röðun liða í styrkleikaflokka.

Styrkleikaflokkarnir

Flokkur eitt
England (fer sjálfkrafa í A riðil)
Holland
Þýskaland
Frakkland

Flokkur tvö
Svíþjóð
Spánn
Noregur
Ítalía

Flokkur þrjú
Danmörk
Belgía
Sviss
Austurríki

Flokkur fjögur
Ísland
Rússland
Finnland
Norður-Írland

Sjá einnig
Miðasala hefst í kvöld
Athugasemdir
banner
banner
banner