PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   mán 28. október 2024 12:15
Innkastið
Besti þjálfarinn 2024 - Í fyrsta sinn á Íslandi
Halldór Árnason (Breiðablik)
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í Innkastinu var Besta deildin 2024 gerð upp. Halldór Árnason gerði Breiðablik að Íslandsmeistara og er þjálfari ársins.

Halldór var aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar en tók við sem aðalþjálfari þegar Óskar fór til Noregs. Breiðabliki var spáð fjórða sæti af Fótbolta.net fyrir tímabilið en endaði með Íslandsmeistaraskjöldinn.

„Það var hárrétt ákvörðun hjá Blikum að veðja á aðstoðarmann Óskars. Hann kemur sínu handbragði á og þetta er öðruvísi Blikalið," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu.

Halldór fór í gegnum allt öðruvísi undirbúningstímabil en hefur þekkst áður á Íslandi, eftir að Breiðablik tók þátt í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar á síðasta tímabili.

„Þeir falla aftar og eru miklu beinskeyttari. Honum til hróss líka, í fyrsta sinn á Íslandi hefst undirbúningstímabil hjá liði um mánaðamótin janúar - febrúar. Þeir byrjuðu svolítið hægt en svo byrja þeir að malla," segir Sæbjörn Steinke en óhætt er að segja að Blikar hafi toppað á hárréttum tíma.

„Dóri hefur verið ógeðslega flottur og maður sér hann þroskast með hverri umferðinni sem líður. Hann er alltaf með hausinn á réttum stað og höndlaði þennan úrslitaleik frábærlega. Mér fannst hann gera allt rétt í kringum síðasta leikinn. Hann á allt hrós skilið," segir Valur Gunnarsson.

Sjá einnig:
Arnar Gunnlaugsson besti þjálfarinn 2023
Óskar Hrafn Þorvaldsson besti þjálfarinn 2022
Arnar Gunnlaugsson besti þjálfarinn 2021
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2020
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2019
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2018
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2017
Willum Þór Þórsson besti þjálfarinn 2016
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2015
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Innkastið - Grimmir Blikar verðskuldaðir meistarar
Athugasemdir
banner
banner
banner