PSG í baráttuna um Trent - Liverpool hefur áhuga á Dedic - Perez undirbýr stjóraskipti
   mán 28. október 2024 20:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Martínez skrifar söguna - Markmaður ársins annað árið í röð
Mynd: Getty Images

Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og argentíska landsliðsins, hefur verið valinn markvörður ársins annað árið í röð. Hann er sá fyrsti í sögunni sem hreppir verðlaunin tvö ár í röð.

Unai Simon, landsliðsmarkvörður Spánar og Athletic Bilbao, var í 2. sæti og Andriy Lunin, markvörður Real Madrid og Úkraínu í 3. sæti.


Martínez átti frábært tímabil í fyrra en Aston Villa náði frábærum árangri og vann sér inn sæti í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann hélt 15 sinnum hreinu í úrvalsdeildinni.

Þá vann Argentína Copa America annað sinn í röð.


Athugasemdir
banner
banner