Emiliano Martínez, markvörður Aston Villa og argentíska landsliðsins, hefur verið valinn markvörður ársins annað árið í röð. Hann er sá fyrsti í sögunni sem hreppir verðlaunin tvö ár í röð.
Unai Simon, landsliðsmarkvörður Spánar og Athletic Bilbao, var í 2. sæti og Andriy Lunin, markvörður Real Madrid og Úkraínu í 3. sæti.
Martínez átti frábært tímabil í fyrra en Aston Villa náði frábærum árangri og vann sér inn sæti í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Hann hélt 15 sinnum hreinu í úrvalsdeildinni.
Þá vann Argentína Copa America annað sinn í röð.
Here is the 2024 Yachine Trophy full ranking! ????
— Ballon d'Or (@ballondor) October 28, 2024
1?? Martínez Emiliano
2?? Simón Unai
3?? Lunin Andriy
4?? Donnarumma Gianluigi
5?? Maignan Mike
6?? Sommer Yann
7?? Mamardashvili Giorgi
8?? Costa Diogo
9?? Williams Ronwen
1??0?? Kobel Gregor #TrophéeYachine #ballondor pic.twitter.com/6vNZHiLoDO