David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   mán 28. október 2024 20:57
Elvar Geir Magnússon
Willard farinn frá KA - Vill meiri spiltíma
Harley Willard.
Harley Willard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég ákvað að nýta mér klásúlu um að rifta samningi mínum til að fá meiri spiltíma og takast á við nýja áskorun," segir Harley Willard sem hefur yfirgefið KA.

Willard er ekki sáttur við spiltíma sinn hjá KA á tímabilinu en þessi 27 ára skoski sóknarleikmaður var mest notaður sem varamaður í sumar.

„Ég er ánægður með framlag mitt á þeim tveimur árum sem ég var hjá KA, vinna bikarinn og spila í Evrópu. Ég óska KA alls hins besta og ég er þakklátur fyrir árin sem ég var hjá félaginu."

Willard kom hingað til lands árið 2019 og samdi við Víking Ólafsvík. Hann lék þrjú tímabil með Víkingi áður en hann skipti yfir í Þór. Þar gerði hann 15 mörk í 24 leikjum í deild- og bikar sumarið 2022.

Hann hefur síðustu tvö tímabil spilað með KA og hefur áhuga á því að spila áfram í íslenska fótboltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner