Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. nóvember 2019 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingibjörg: Ákvað snemma að ég myndi ná langt
Ingibjörg í landsleik í haust.
Ingibjörg í landsleik í haust.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marta í leik með Brasilíu gegn Íslandi.
Marta í leik með Brasilíu gegn Íslandi.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ingibjörg í leik gegn ÍBV árið 2014.
Ingibjörg í leik gegn ÍBV árið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir hóf meistaraflokksferil sinn áður en hún varð 14 ára. Hún kom inn á í sínum fyrsta leik með Grindavík árið 2011 gegn Þrótti, þá 13 ára gömul.

Grindavík féll niður um deild það haustið og Ingibjörg gekk í raðir Breiðabliks og lék þar næstu sex tímabilin, þá gekk hún raðir í Djurgarden í Svíþjóð.

Ingibjörg er mögulega á tímamótum hjá sænska félaginu eftir tvær leiktíðir í Dameallsvenskan, framtíðin er óráðin.

Sjá einnig:
Ingibjörg: Hef lært ótrúlega mikið í erfiðustu deild í heimi
„Ókei gott þú ert ánægð, var svo stressuð að þú yrðir eitthvað pirruð"

Fréttaritari óskaði eftir því að Ingibjörg myndi rifja upp fyrstu skrefin á ferli sínum. Hvernig var fyrir hana að koma inn á í leik í efstu deild einungis 13 ára gömul? Hvað gerði það fyrir hana sem knattspyrnukonu og sýndi það henni að hún gæti náð langt á knattspyrnuferli sínum?

„Það var stórt skref fyrir mig að koma upp í meistaraflokk og sérstaklega í klúbbnum sem ég ólst upp hjá. Ég fékk strax frekar stórt hlutverk sem var bara gaman en við féllum það sumar og þá vissi ég strax að ég vildi spila meðal þeirra bestu á Íslandi."

„Þetta sumar kom mér svolítið á kortið í kvennaboltanum á Íslandi og ég fer í u17 ferð nokkrum mánuðum síðar og er eftir það fengin yfir í Breiðablik sem gaf mér ótrúlega mikið. Ég held að ég hafi alltaf vitað að ég myndi ná langt, það er eitthvað sem ég ákvað snemma. Ég hef alltaf verið svo mikil keppnismanneskja, þess vegna hefur hausinn alltaf verið 100% einbeittur að öllu sem ég geri í fótboltanum."

„Klárlega þegar ég kemst upp í meistaraflokk þá ýtti það ennþá meir undir viljann til þess að sýna hvað ég get og það að ná langt."


Mætti Mörtu árið 2016 með Breiðablik
Ingibjörg lék með Breiðablik gegn sænsku meisturunum í Rosengard í Meistaradeildinni árið 2016. Hjá Rosengard lék Marta, ein allra besta knattspyrnukonan í sögunni.

Eftir leik setti Ingibjörg inn Twitter færslu. Þar sagði hún frá því að hún hefði skotið að Mörtu: 'What the **** is wrong with you?'.

Fréttaritari var forvitinn hvað, í leik Mörtu, hefði farið svona í taugarnar á Ingibjörgu?

„Ég er ekki mikið fyrir leikaraskap en á sama tíma þá finnst mér fátt skemmtilegra en að vinna litla sigra á vellinum varnalega og stríða stærri nöfnum," sagði Ingibjörg.

„Ég held að hún hafi verið orðin þreytt á okkur frá fyrri leiknum og var að reyna að fiska eitthvað strax í fyrri hálfleik, ég bara nennti ekki að hlusta á hana væla allan leikinn og þess vegna lét ég hana aðeins heyra það."

„Eftir þessa leiki þá fannst mér þetta vera 'level' sem ég á heima á og átti alveg 'breik' í."


Sjá einnig:
Ingibjörg: Hef lært ótrúlega mikið í erfiðustu deild í heimi
Athugasemdir
banner
banner