Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 28. nóvember 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmönnum hleypt á Emirates næsta fimmtudag
Mynd: Fótbolti.net - Andri Fannar
Arsenal er búið að staðfesta að 2000 stuðningsmönnum verður hleypt á heimaleik liðsins gegn Rapid frá Vínarborg í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Arsenal er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og mögulegt að Rúnar Alex Rúnarsson fái annað tækifæri með byrjunarliðinu eftir að hafa haldið hreinu fyrstu tvo leiki sína á milli stanganna.

„Það eru næstum liðnir níu mánuðir síðan við hleyptum áhorfendum á Emirates Stadium. Við getum ekki beðið eftir að fá stuðningsmenn aftur á völlinn, það verður söguleg stund fyrir félagið. Við munum halda áfram að fylgja leiðbeiningum yfirvalda til að tryggja öryggi almennings," segir meðal annars í yfirlýsingu frá Arsenal.

„Miðar á leikinn verða ekki seldir með lottó kerfi heldur munum við nýta 'fyrstur kemur, fyrstur fær' regluna sem nær þó aðeins til Gold og Premium meðlima félagsins. Miðasala hefst laugardaginn 28. nóvember klukkan 09:00 GMT."
Athugasemdir
banner
banner
banner