sun 28. nóvember 2021 19:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Carrick: Mér fannst þetta alls ekki vera víti
Michael Carrick.
Michael Carrick.
Mynd: EPA
„Ég er svekktur," sagði Michael Carrick, sem stýrir Manchester United til bráðabirgða, eftir 1-1 jafntefli gegn Chelsea á útivelli í ensku úrvalsdeildinni.

Miðað hvernig gengið hefur verið að undanförnu, þá eru þetta góð úrslit fyrir Man Utd en Carrick var samt sem áður svekktur með hvernig leikurinn fór.

„Þegar þú ert yfir í svona leik og missir það frá þér, þá er það svekkjandi. Ég er stoltur af leikmönnunum og af því hvernig við höfum komið saman í vikunni."

„Við komum hingað til að vinna leikinn og ég er svekktur. Ég ætla ekkert að ljúga neinu með það."

Carrick telur að Chelsea hafi fengið gefins víti. „Mér fannst þetta alls ekki vera víti. David (de Gea) þurfti að verja tvö skot og við vissum fyrir leikinn að hann þyrfti að verja eitt eða tvö. Annars leið okkur vel. Auðvitað viljum við gera betur, en mér fannst við verjast vel."

Carrick var mögulega að stýra sínum síðasta leik þar sem Ralf Rangnick er að taka við liðinu. Hann hefði viljað fá tvo sigra í staðinn fyrir einn. „Þetta hafa verið fínir leikir... en það hefði verið betra að taka tvo sigra."

Sjá einnig:
Chelsea jafnaði úr víti - „Hvað var hann að hugsa?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner