sun 28. nóvember 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kusu að framlengja ekki við Nani
Nani.
Nani.
Mynd: Getty Images
Portúgalski kantmaðurinn Nani hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir Orlando City í Bandaríkjunum.

„Orlando er borg sem ég kalla heimili mitt og hér er frábært fólk og frábært stuðningsfólk. En samningur minn er að enda og félagið tók ákvörðun um að framlengja hann ekki," skrifar Nani í færslu á Twitter.

„Það var heiður fyrir mig að vera fyrirliði þegar félagið komst í fyrsta skiptið í úrslitakeppnina... ég mun aldrei gleyma því hvernig samfélagið hérna studdi við bakið á mér og fjölskyldu minni frá því við komum til Flórída."

Nani, sem er 35 ára, hefur ekki gefið út um næsta skref. Hann hefur spilað með Orlando frá 2019.

Nani er frægastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United. Hann lék þar frá 2007 til 2015 og náði meðal annars að vinna ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum og Meistaradeildina einu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner