
Ruben Neves leikmaður portúgalska landsliðið hefur tjáð sig um manninn sem ruddist inn á völlinn til að mótmæla ýmsu sem gengið hefur á undanfarið.
Hann mótmælti meðhöndlun Katar og FIFA á málefnum samkynhneiðgra, innrás Rússa í Úkraínu og ástandinu í Íran.
Ruben Neves tjáði sig um málið eftir sigur Portúgal á Úrúgvæ í kvöld.
„Við vitum hvað hefur gerst í kringum HM. Við stöndum allir með þeim og skilaboðunum á bolnum hans líka. Við vonum að ekkert komi fyrir hann því við skiljum skilaboðin og höldum að allir heimurinn skilji þau líka," sagði Neves.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem maðurinn hleypur inn á völlinn. Hann gerði það einnig í leik Belgíu og Bandaríkjanna á HM 2014 og í leik Napoli og Juventus árið 2017 sem og fleiri.
Athugasemdir