Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   þri 28. nóvember 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Staðráðinn í að lyfta Start á hærra plan - „Ég elska þennan klúbb“
Bjarni Mark Duffield
Bjarni Mark Duffield
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænskt úrvalsdeildarfélag hafði áhuga á Bjarna á síðasta ári en hann vildi heldur vera áfram í Start
Sænskt úrvalsdeildarfélag hafði áhuga á Bjarna á síðasta ári en hann vildi heldur vera áfram í Start
Mynd: Lars Jacobsson
„Það er alltaf heyrt í manni frá Íslandi en ég er búinn að gefa sömu skilaboð á alla og það er að planið er að vera í Start“
„Það er alltaf heyrt í manni frá Íslandi en ég er búinn að gefa sömu skilaboð á alla og það er að planið er að vera í Start“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Siglfirðingurinn Bjarni Mark Duffield er staðráðinn í því að lyfta norska liðinu Start á hærra plan en hann er nú þegar spenntur fyrir næsta tímabili.

Bjarni kom til Start frá sænska félaginu Brage á síðasta ári og var að spila annað tímabil sitt með norska félaginu.

Á síðasta tímabili hafnaði liðið í 3. sæti norsku B-deildarinnar en tapaði í umspilinu og þessu tímabili hafnaði það í 5. sæti, en er úr umspilinu eftir að liðið var dæmt úr leik.

„Bara flott. Í fyrra var mjög gott tímabil, lentum í þriðja sæti og vorum að spila í deild þar sem við vorum með Brann, sem er að spila núna í Evrópudeildinni og öðru sæti í úrvalsdeildinni í ár, þetta er sama lið. Við lentum í þriðja sæti og óheppnir í umspilinu þá.

„Í ár var ég meiddur fyrri hluta tímabilsins ásamt mörgum öðrum leikmönnum í gegnum tímabilið. Þetta er búið að vera mjög erfitt meiðslaár fyrir okkur og það kostaði allt of mikið. Margir lykilmenn búnir að missa af of mörgum leikjum. Þetta var upp og niður ár, náðum ágætis stöðugleika, en náðum samt aldrei að festa hann. Það var alltaf einhver að detta út, koma inn og detta út,“
sagði Bjarni við Fótbolta.net.

Alltaf vinsælt að hafa örvfættan miðvörð

Bjarni hefur spilað miðju mest allan sinn feril en spilaði meira og minna í miðverði á þessari leiktíð. Hann kann vel við sig í miðverði, þó hann sjái sjálfan sig sem miðjumann.

„Ég er núna orðinn miðvörður. Ég er búinn að spila 3-4 leiki á miðjunni líka, alltaf færður til og það hættir aldrei, en meirihluta í miðverði sem er bara ganga flott. Ég er spenntur að halda áfram að prófa það, en svo veit maður aldrei hvort ég verði miðjumaður aftur á næsta ár, það kemur bara í ljós. Ég er búinn að spila flest alla leiki síðan ég kom hingað og sáttur með tímann hérna. Ég elska þennan klúbb og mjög sáttur.“

„Ég held ég fái meiri möguleika á að skapa núna. Þú veist hvernig þetta er með miðjumenn sem eru settir í hafsent. Það er alltaf spennandi fyrir þjálfarann, meiri ró, betri löpp, betri sýn og meiri opnandi sendingar frá miðjumanni sem er að spila hafsent og síðan er ég með eiginleika sem hafsent. Ég er góður varnarmaður, góður í loftinu, þannig þetta er ekkert vitlaust. Ég er örvfættur og það er alltaf vinsælt. Ég sé fyrir mér að ég nái lengra sem miðvörður en miðjumaður, þó ég stefni á sjálfan mig sem miðjumann, en ég skil hugmyndafræðina.“


Allir fengið sömu skilaboð

Samningur Bjarna við Start rennur út á næsta ári. Félög eru áhugasöm um hann, en hann er staðráðinn í því að vera áfram hjá Start á næsta tímabili.

„Nei, eiginlega ekki. Það kom smá áhugi í fyrra svona neðri hlutinn í úrvalsdeild í Svíþjóð og mér fannst það ekki spennandi, þá vildi ég heldur vera í Start. Ég er búinn að vera mikið meiddur í ár, en það er byrjað að koma núna. Það er alltaf heyrt í manni frá Íslandi en ég er búinn að gefa sömu skilaboð á alla og það er að planið er að vera í Start. Það er mitt lið og mig langar að vera með í að lyfta þessu upp aftur og það er alla vega hugsunin sem ég er með núna en maður hlustar alltaf á allt og sér hvað kemur upp. Það kemur í ljós næstu tvo mánuði hvað gerist og hverjir hafa samband.“

„Eins og ég sagði þá akkúrat núna er ég spenntur að lyfta Start aftur upp á þann stað sem við eigum að vera. Þetta er svo stór klúbbur og stórt batterí, eitthvað sem margir skilja ekki alveg og þess vegna verður pressan oft aðeins meiri og tekur óþarflega mikið yfir, en spenntur að vera mikilvægur hluti að lyfta þessu aftur upp á hærra plan.“


Meiðsli hafa svolítið verið að stríða Bjarna. Hann missti af byrjun tímabilsins vegna hnémeiðsla. Hann hefur enn verið að glíma við smávægileg meiðsli en stefndi á að snúa aftur í seinni hluta umspilsins.

„Fyrst var það hnéð og það fór smá illa á undirbúningstímabili á þurru gervigrasi og ég var með það í þrjá eða fjóra mánuði. Ég kom ekki inn í tímabilið fyrr en eftir tíu leiki og þá er maður að koma sér í takt og það skemmdi smá og svo aftur í lok tímabils þar sem ég var bara að spila meiddur og þurfti að fara út af í báðum og þurfti bara að gefa mig, en ætlaði að vera klár aftur í seinni hluta umspilsins,“ sagði hann í lokin.
Bjarni Mark: Hitafundir og mikil reiði
Athugasemdir
banner
banner