Það er nóg um að vera í Evrópudeildinni í kvöld þar sem byrjunarliðin hafa verið tilkynnt.
Rúben Amorim teflir fram áhugaverðu byrjunarliði hjá Manchester United á heimavelli gegn norska félaginu Bodö/Glimt, þar sem brasilíski kantmaðurinn Antony spilar sem vængbakvörður.
Tyrell Malacia spilar í hinni vængbakvarðarstöðunni á meðan Mason Mount fær tækifæri fyrir aftan Rasmus Höjlund.
Tottenham og AS Roma eigast við í stórleik kvöldsins þar sem Fraser Forster ver mark heimamanna en Ange Postecoglou teflir þó fram sterku byrjunarliði. Rómverjar mæta til leiks með sitt sterkasta byrjunarlið.
Orri Steinn Óskarsson er meiddur og því ekki með í hóp hjá Real Sociedad sem tekur á móti Ajax. Kristian Nökkvi Hlynsson byrjar á bekknum hjá hollenska liðinu. Daníel Tristan Guðjohnsen er á bekknum hjá Malmö á útivelli gegn Ferencvaros.
Elías Rafn Ólafsson ver að lokum mark Midtjylland gegn Eintracht Frankfurt, sem virðist ætla að vera spútnik lið þýsku deildarinnar í ár. Omar Marmoush fer þar fremstur í flokki og hefur komið að 24 mörkum í 17 leikjum í öllum keppnum það sem af er tímabils.
Fenerbahce, Hoffenheim, Rangers og fleiri skemmtileg lið eiga einnig áhugaverða leiki í Evrópudeildinni í kvöld.
Þá er Andri Lucas Guðjohnsen í byrjunarliðinu hjá Gent sem heimsækir Lugano til Sviss í Sambandsdeildinni. Albert Guðmundsson er meiddur og því ekki í hóp hjá Fiorentina sem tekur á móti Paphos.
Man Utd: Onana, Mazraoui, De Ligt, Martinez, Antony, Ugarte, Fernandes, Malacia, Mount, Garnacho, Hojlund
Bodo/Glimt: Haikin, Wembangomo, Gundersen, Bjortuft, Bjorkan, Evjen, Berg, Fet, Zinckernagel, Hauge, Helmersen
Tottenham: Forster, Porro, Dragusin, Davies, Gray, Sarr, Bentancur, Kulusevski, Johnson, Son, Solanke
Roma: Svilar, Mancini, Hummels, Ndicka, Celik, Paredes, Kone, Angelino, El Shaarawy, Dybala, Dovbyk
Real Sociedad: Remiro, Elustondo, Zubeldia, Aguerd, Munoz, Kubo, Zubimendi, Mendez, Oyarzabal, Becker, Sucic
Ajax: Pasveer, Rensch, Sutalo, Baas, Hato, Berghuis, Henderson, Fitz-Jim, Traore, Akpom, Brobbey
Midtjylland: Elías Rafn Ólafsson, Mbabu, Diao, Buksa, Martinez, Andersson, Byskov, Bech Sorensen, Sorensen, Gogorza,
Eintracht Frankfurt: Trapp, Collins, Koch, Theate, Tuta, Nkounkou, Larsson, Dahoud, Chaibi, Marmoush, Ekitike
Lugano: Saipi, Zanotti, Papadopoulos, El Wafi, Valenzuela, Grgic, Belhadj, Mahou, Bislimi, Steffen, Vladi
Gent: Schmidt, Samoise, Watanabe, Torunarigha, Araujo, Delorge-Knieper, Ito, Kums, Surdez, Sonko, Andri Lucas Guðjohnsen
Athugasemdir