Liverpool horfir til Frimpong og Kerkez - Man Utd skoðar bakverði - Arsenal hefur átt í viðræðum um Wharton
   fim 28. nóvember 2024 19:20
Ívan Guðjón Baldursson
Jóhann Berg fór meiddur af velli í dýrmætum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliðinu hjá Al-Orubah sem heimsótti Al-Feiha í efstu deild í Sádi-Arabíu í dag.

Jói Berg entist þó aðeins í rétt rúman hálftíma á vellinum þar til hann þurfti að fara meiddur af velli.

Liðsfélagar hans í liði Al-Orubah stóðu þó uppi sem sigurvegarar að lokum eftir að Emmanuel Boateng skoraði eina mark leiksins á 90. mínútu.

Þetta var dýrmætur sigur fyrir Al-Orubah í fallbaráttunni eftir fjóra tapleiki í röð.

Al-Kholood lagði þá Al-Okhdood að velli í fallbaráttuslag áður en botnlið Al-Fateh tapaði heimaleik gegn Al-Riyadh.

Al-Feiha 0 - 1 Al-Orubah
0-1 Emmanuel Boateng ('90)
Rautt spjald: Renzo Lopez, Al-Feiha ('92)

Al Okhdood 1 - 2 Al-Kholood
0-1 M. Maolida ('25, víti)
1-1 G. Saviour ('62)
1-2 B. Al-Arini ('95)

Al-Fateh 1 - 2 Al-Riyadh
1-0 S. Bendebka ('45+3)
1-1 A. Asiri ('61)
1-2 B. Mensah ('81)
Athugasemdir
banner