Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
banner
   mið 29. janúar 2025 11:12
Elvar Geir Magnússon
U17 kvenna vann Wales örugglega
Kvenaboltinn
Thelma Karen skoraði gegn Wales.
Thelma Karen skoraði gegn Wales.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslenska U17 landslið kvenna vann 3-0 sigur gegn Wales í síðasta leik sínum á æfingamóti í Portúgal.

Rebekka Sif Brynjarsdóttir (Gróttu) skoraði tvö mörk og Thelma Karen Pálmadóttir (FH) eitt.

Stelpurnar lögðu Portúgal að velli í fyrsta leik mótsins en töpuðu svo gegn Dönum í miklum markaleik.

Næsta verkefni liðsins er milliriðill í undankeppni EM 2025 þar sem Ísland mætir Belgíu, Spáni og Úkraínu dagana 8.-14. mars.
Mynd: KSÍ


Athugasemdir
banner