Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 29. febrúar 2024 20:11
Brynjar Ingi Erluson
Ballardini að taka við Sassuolo
Mynd: EPA
Ítalski þjálfarinn Davide Ballardini er að taka við Sassuolo en þetta segir Gianluca Di Marzio í dag.

Alessio Dionisi var rekinn frá félaginu eftir slakt gengi á tímabilinu og var Sassuolo ekki að eyða neinum óþarfa tíma í að finna mann í hans stað.

Gennaro Ivan Gattuso og Fabio Grosso voru báðir orðaðir við stöðuna en Sassuolo hefur ákveðið að fara aðra leið.

Ballardini mun taka við liðinu og ætti að vera klár á hliðarlínuna fyrir næsta leik.

Hann þjálfaði síðast Cremonese en auk þess hefur hann þjálfað Genoa, Bologna, Cagliari, Lazio, Palermo og Pescara.

Sassuolo er í 18. sæti ítölsku deildarinnar með 20 stig, en Ballardini mun fá veglegan bónus ef honum tekst að halda liðinu uppi.
Athugasemdir
banner
banner
banner