Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 29. mars 2020 23:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
„Ég sé Aubameyang fyrir mér á Nývangi"
Pierre-Emerick Aubameyang gæti verið á förum frá Arsenal.
Pierre-Emerick Aubameyang gæti verið á förum frá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang hefur á undanförnum vikum verið mikið orðaður við brottför frá Arsenal, samningur hans við félagið rennur út árið 2021.

Skotinn Charlie Nicholas sem spilaði áður með Arsenal og er nú sparkspekingur hjá Sky Sports veltir fyrir sér framtíð leikmannsins.

„Ég sé ekki fyrir mér að Liverpool og Manchester City séu á eftir honum, kæmist hann í byrjunarliðið hjá Liverpool? Nei. Manchester City gæti verið möguleiki og þá aðeins ef þeir eru að leita að framherja til að fylla í skarð Aguero."

„Aubameyang gæti einnig hugsað að nú sé hann bæði búinn að prófa Þýskaland og England, og tími sé kominn til að fara til Spánar. Hann er á svipuðum aldri núna og þegar Thierry Henry fór til Barcelona til að spila með Lionel Messi og Xavi, vann þar marga titla ásamt því að fara alla leið í Meistaradeildinni."

„Ég sé Aubameyang fyrir mér á Nývangi en Real Madrid gæti auðvitað einnig verið möguleiki," sagði Charlie Nicholas.
Athugasemdir
banner
banner
banner