Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 29. mars 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var hjá Man Utd en spilar nú fyrir framan 88 manns
Mynd: Getty Images
Hann var kallaður 'Cantona' og stóru félagaskiptin komu þegar hann gekk í raðir Manchester United árið 2003. Þá gekk Eric Djemba-Djemba til liðs við Rauðu Djöflana, ári eftir að hann varð Afríkumeistari með Kamerún.

Sir Alex Ferguson sagði han snöggan, baráttuglaðan og góðan sendingarmann: Íþróttamaðurinn sem við erum að leita að. Eric náði aldrei þeim hæðum sem honum var ætlað og tókst alls ekki að taka við keflinu af Roy Keane eins og uppleggið var.

Eric gekk í raðir Aston Villa árið 2005 eftir 39 leiki með aðalliði United. Ferguson var ekki mikið fyrir að viðurkenna mistök en hann virðurkenndi að kaupin á Djemba-Djemba hefðu verið slík.

Hjá Villa var lítið að frétta af Eric og næstu skref voru Burnley, Odense, Tel Aviv, St. Mirren, listinn er ótæmandi. Fyrrum umboðsmaður Erics sagði frá því á sínum tíma að Eric hefði treyst á bónusgreiðslur frá United til að lifa af, fjárhagsstaðan hefði verið slæm. Umbinn sagði Eric hafa verið með 30 bankareikninga og ætti tíu bíla, Eric hefði ekkert fjármálavit.

Árið 2016 gekk Eric í raðir FC Vallorbe-Ballaigues eftir veru á Indlandi. Eftir að hafa spilað í sterkustu deild heims þá er Djemba-Djemba í dag í fimmtu efstu deild 38 ára gamall. Hvernig endaði hann þar að spila fyrir framan 88 áhorfendur um helgar eftir að hafa spilað fyrir fram 76 þúsund á Old Trafford?

„Það er vegna vinar míns Jacques Etoned sem ég ólst upp með í Kamerún," sagði Eric í viðtali.

„Hann vildi fá mig til Vallorbe og hann sagði að liðið hefði efni á að fá mig. Ég elska að spila og þegar æfingin er búinn er ég alveg klár í að halda á boltunum eða brúsunum," sagði Djemba-Djemba.

Athugasemdir
banner
banner
banner