Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 29. mars 2021 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Þrjú sett af bræðrum og þunnbotna Sveinn Margeir
Nökkva, Rúnar, Sveinn, Snorri, Kristinn og Þorri
Nökkva, Rúnar, Sveinn, Snorri, Kristinn og Þorri
Mynd: Aðsend
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveinn Margeir Hauksson er Dalvíkingur sem gekk í raðir KA um mitt sumari 2019. Hann kláraði þá leiktíð með Dalvík/Reyni og lék svo sitt fyrsta tímabil í efstu deild síðasta sumar. Sveinn átti flotta spretti og fór mínútunum fjölgandi, hjá þessum efnilega miðjumanni, þegar leið á tímabilið.

Fótbolti.net hafði samband við Svein á dögunum og spurði hann út í síðasta tímabil og ýmislegt annað. Sveinn verður tvítugur í nóvember.

Dalvíkingur í húð og hár
Fyrsta spurning var út í upprunann, er Sveinn Dalvíkingur með húð og hári?

„Algjörlega, ég ólst upp á Dalvík og bjó þar alla mína æsku."

Hver er uppáhaldsstaða á vellinum og hefur það breyst eitthvað í gegnum tíðina?

„Ef ég þyrfti að velja eitthvað eitt þá er uppáhaldsstaðan mín framarlega á miðju. Ég spilaði alltaf á miðju og frammi í yngri flokkum minnir mig en undanfarið hef ég líka spilað aðeins á kanti."

Óvænt og stórt en ekki besti dagur í lífi Sveins
Það vakti athygli árið 2015 þegar Sveinn Margeir kom inn á í sínum fyrsta leik í meistaraflokki. Fyrirsögn Fótbolta.net var svohljóðandi: „13 ára drengur kom inná í 2. deildinni".

Hvernig var að koma inn í þann leik, kom það Sveini á óvart að fá mínútur? Gaman að byrja á nágrannaslag þó úrslitin hafi ekki verið sérstök?

„Það var mjög óvænt og stórt fyrir mig að fá að koma inn á svona ungur. Við töpuðum samt á móti KF og fórum niður um deild… ekki besti dagur lífs míns."

Fékk að spila gegn „Stóru liðunum að sunnan"
Sveinn skipti í KA vorið 2016, var það til að spila og æfa með yngri flokkunum þar?

„Í þriðja flokki langaði mig að fara að æfa og spila fótbolta á Akureyri, ég var ekki alveg viss um hvort ég vildi spila með Þór eða KA þannig að ég prófaði bæði og valdi síðan KA. Ég spilaði með þeim bæði árin í þriðja flokki og það var mjög gaman, félagsskapurinn var góður og það var fyrsta skiptið sem ég gat spilað gegn „Stóru liðunum að sunnan”."

Af hverju KA frekar en Þór?

„KA heillaði mig meira bæði vegna þess að ég átt nokkra vini í liðinu og 3. flokkur KA var í A-deild."

Tvö sett af bræðrum, tvíburar og fleiri Dalvíkingar
Sveinn skipti aftur í Dalvík fyrir tímabilið 2018, hvers vegna?

„Ég man ekki alveg eftir því hvernig það æxlaðist en allavega endaði ég á því að taka slaginn með D/R. Það var samstarf í gangi á milli D/R og KA sem þýddi að ég mátti í spila með báðum liðum ef ég væri skráður í D/R en ekki öfugt."

Gaman að vinna 3. deildina með uppeldisfélaginu?

„2018 tímabilið í D/R var frábært. Það var mikill metnaður fyrir því að gera flotta hluti, góður félagsskapur og geggjað að vinna deildina. Mér fannst við aldrei vera að fara gera neitt annað í rauninni."

„Liðið var samansett úr heimamönnum. Ég og Snorri Eldjárn (fyrirliði) erum bræður, Kristinn Þór og Rúnar Helgi eru bræður, Nökkvi Þeyr og Þorri Mar eru tvíburar, svo voru Þröstur Mikael og fleiri Dalvíkingar. Það myndaðist bara einhver ástríða og allt gekk vel, svona meiri hluta tímabils."


Spennandi að fara í hitt uppeldisfélagið
Sveinn skrifaði undir samning við KA um mitt sumar 2019 en kláraði tímabiliða Dalvík. Hver var hugsunin hjá honum á þessum tíma?

„2019 var skemmtilegt tímabil, nýr völlur, flott lið, ný deild og gleði. Ég ákvað síðan eftir smá umhugsun að skrifa undir hjá KA í glugganum, KA var fyrir mér svona uppeldisklúbbur númer tvö og mér fannst það alltaf spennandi kostur. Ég kláraði svo tímabilið með D/R og það fannst mér vera rétt ákvörðun."

Hann var valinn á bekkinn bæði í lið fyrri hluta tímabilsins og liði ársins. Var Sveinn sáttur með persónulegan árangur (fjögur mörk) og árangur liðsins (8. sæti)?

„Ég hefði viljað ná betri árangri en þetta var fyrsta tímabilið í nýrri deild og kannski erfitt að setja markmiðið á að fara strax aftur upp um deild."

Hvernig var að fylgjast með D/R á síðustu leiktíð, var það erfitt?

„Já, aldrei gaman að fylgjast með D/R þegar gengur illa."

Arnar kom inn með mikinn metnað og öðruvísi sýn
Var Sveinn sáttur við sitt fyrsta tímabil í efstu deild? Hvernig fannst honum að fá Arnar Grétarsson inn sem þjálfara?

„Ég er svona nokkuð sáttur með fyrsta tímabilið með KA, erfitt til að byrja með en svo sóttum við aðeins í okkur veðrið. Arnar kom inn með mikinn metnað og öðruvísi sýn á liðið, hann vissi alveg hvað hann vildi fá frá hverjum og einum í liðinu. Ég fór alltaf inn í leikina með þá tilfinningu að við værum að fara vinna en það tók auðvitað tíma fyrir liðið að aðlagast nýjum leikstíl."

Vill gera alvöru hluti með KA í sumar
Hvað langar Svein að afreka með KA í sumar?

„Ég vil gera alvöru hluti með KA í sumar, við erum með mjög flottan hóp og það verður gaman að fá að vera partur af þessu. Það eru að koma flottir karakterar inn í liðið og það er mikill metnaður í þessu. Þetta verður bara virkilega spennandi sumar."

Einbeitir sér að KA en U21 spennandi
Sveinn hefur ekki verið valinn í landsliðsúrtök til þessa á ferlinum. Er hann með markmið að vera hluti af U21 landsliðinu í næstu undankeppni?

„Já, það er alltaf spennandi markmið, en núna er öll einbeitingin á sumarið með KA."

Annað fylgir ef frammistaðan er til staðar
Hvernig horfir atvinnumennska við Sveini, er það eitthvað sem hann er að horfa í?

„Markmiðið mitt er alltaf bara að gera það sem ég er að gera núna eins vel og ég get, annað fylgir svo ef frammistaðan er til staðar."

Þunnbotna Sveinn Margeir ekki lengur á matseðlinum
Tvær spurningar úr 'hinni hliðinni'. Sú fyrri kemur úr svörum Nökkva Þeys, hann sagði að Sveinn kæmi með á eyðieyjuna út af 'brains' eða gáfum. Er Sveinn yfir meðallagi gáfaður?

„Haha… Ég þekki engan sem segist ekki vera yfir meðallagi gáfaður, þannig að það er kannski ekki eitthvað sem er marktækt að segja. Maður er meira en bara léttur, lipur og lítill… (túlki hver sem vill á hvaða hátt sem er)."

Hvernig er ein þunnbotna Sveinn Margeir á Tommunni?

„Einmitt núna er þunnbotna Sveinn Margeir á Tommuni “Out of order” en ég vonast til að fá hana aftur á matseðilinn. Svona er hún: Pepperóní, beikon, rjómaostur og chili-duft, ósköp einföld bara," sagði Sveinn að lokum.


Titlinum fagnað á Ólafsfjarðarvelli
Athugasemdir
banner
banner
banner