Barcelona W 5 - 1 Roma W
1-0 F. Rolfo ('11 )
2-0 Mapi Leon ('33 )
3-0 F. Rolfo ('45 )
4-0 A. Oshoala ('46 )
5-0 P. Guijarro ('53 )
5-1 A. Serturini ('58 )
Barcelona er fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar eftir öruggan sigur á Roma á Camp Nou í kvöld.
Spænska liðið var með 3-0 forystu í hálfleik en liðið var með öll völd á vellinum allan leikinn. Barcelona gerði algörlega út um viðureignina strax í síðari hálfleik þar sem staðan var orðin 5-0 eftir 53. mínútna leik.
Roma náði að klóra í bakkann eftir klukkutíma leik en það var þriðja skot liðsins að marki í leiknum.
Barcelona mætir annaðhvort Lyon eða Chelsea í undanúrslitum en Chelsea er með 1-0 forystu eftir fyrri leikinn í Frakklandi.
Athugasemdir