Sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson endaði sem markahæsti leikmaðurinn í undankeppni U19 liða fyrir Evrópumótið sem fer fram síðar á þessu.
U19 landsliðið tryggði sér í gær þátttökurétt á lokakeppni Evrópumótsins með sigri gegn Ungverjalandi.
Orri Steinn skoraði fyrra markið í 2-0 sigri gegn Ungverjum á 67. mínútu. Orri, sem er hjá FC Kaupmannahöfn, skoraði í öllum þremur leikjum milliriðilsins. Í uppbótartíma innsiglaði varamaðurinn Hilmir Rafn Mikaelsson sigurinn.
Orri, sem hefur síðustu árin raðað inn mörkum í unglingaliðunum í Kaupmannahöfn, skoraði alls sex mörk í undankeppninni og er hann markahæstur í henni ásamt tveimur öðrum.
Hann skoraði fleiri mörk en Frakkinn Mathys Tel, sem var keyptur á mikinn pening til Bayern München síðasta sumar. Tel skoraði fimm mörk.
Ísland skildi eftir ríkjandi Evrópumeistara Englendinga í milliriðlinum en mótið fer fram á Möltu í júlí.
Sjá einnig:
Segir að Orri Steinn sé framtíð íslenska fótboltans
Athugasemdir