Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. mars 2023 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Orri Steinn sé framtíð íslenska fótboltans
Orri Steinn Óskarsson.
Orri Steinn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Orri Steinn Óskarsson skoraði um liðna helgi eina mark Íslands í mögnuðum sigri á móti Englandi í milliriðli fyrir EM.

Orri, sem er 18 ára gamall, er búinn að skora 27 mörk í 36 leikjum fyrir yngri landslið Ísland. Það er virkilega flottur árangur hjá þessum efnilega leikmanni.

Orri er einn af mest spennandi leikmönnum Íslands, en Jacek Kulig á Football Talent Scout er á því máli er Orri sé framtíð íslenska fótboltans.

Kulig, sem er með tæplega 250 þúsund fylgjendur, fjallar alfarið um unga fótboltamenn. Hann hefur fylgst vel með uppgangi Orra og hefur mikla trú á honum.

„Framtíð íslenska fótboltans," skrifar Kulig en það eru auðvitað miklar vonir bundnar við Orra á Íslandi. Hann er samningsbundinn FC Kaupmannahöfn í Danmörku en er í augnablikinu á láni hjá SönderjyskE.

Íslenska U19 landsliðið spilar á morgun gegn Ungverjalandi í lokaleik sínum í milliriðlinum. Með sigri kemst Ísland í lokakeppni Evrópumótsins í fyrsta sinn.



Athugasemdir
banner
banner
banner