Þengill Orrason er genginn til liðs við Fjölni á láni frá Fram, en hann mun koma til móts við hópinn í næsta mánuði.
Varnarmaðurinn efnilegi skaust fram á sjónarsviðið í lok sumars 2023 er Ragnar Sigurðsson, sem var þá bráðabirgðaþjálfari Fram, gaf honum traustið.
Hann skoraði tvö mikilvæg mörk í lokasprettinum; eitt sigurmark gegn KA og jöfnunarmark gegn ÍBV í Vestmannaeyjum, sem hjálpaði Fram að halda sæti sínu í deildinni.
Á síðasta tímabili spilaði hann aðeins tvo leiki áður en hann hélt síðan í nám til Bandaríkjanna og var því ekkert með Fram seinni hlutann eða í vetur.
Þengill hefur nú verið lánaður í Fjölni en hann mun koma til landsins í næsta mánuði og fer síðan aftur út í nám í ágúst.
Þetta er annar leikmaðurinn sem Fjölnir sækir í dag á eftir Einari Erni Harðarsyni sem kom frá Þrótti V.
Athugasemdir