
Tindastóll hefur fengið ágætis liðsstyrk núna rétt áður en glugginn lokar því Snæfríður Eva Eiríksdóttir hefur gengið í raðir félagsins frá Val.
Miðað við heimasíðu KSÍ þá gengur Snæfríður Eva alfarið í raðir Tindastóls frá Val, ekki um lánssamning að ræða.
Miðað við heimasíðu KSÍ þá gengur Snæfríður Eva alfarið í raðir Tindastóls frá Val, ekki um lánssamning að ræða.
Snæfríður, sem er fædd árið 2005, hefur síðustu tvö sumur leikið vel með Aftureldingu í næst efstu deild. Í fyrra spilaði hún 13 leiki í Lengjudeildinni og skoraði eitt mark.
Afar efnilegur miðjumaður þarna á ferðinni sem fær núna tækifæri til að spila í Bestu deildinni á Sauðárkróki.
Snæfríður Eva á að baki fjóra leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Tindastóll er sem stendur í sjöunda sæti Bestu deildarinnar með þrjú stig eftir þrjá leiki.
Athugasemdir