Heimir var gríðarlega svekktur eftir 3-2 tap sinna manna gegn Fram í Bestu deildinni fyrr í kvöld.
Þetta er fjórða tap Vals í röð og staðan sífellt að dökkna undanfarnar vikur.
Lestu um leikinn: Fram 3 - 2 Valur
„Mér fannst við vera frábærir í byrjun, skorum gott mark. Svo lendum við í því að Svenni er tekinn illa, gult spjald ég veit það ekki, á eftir að sjá það aftur.''
„Ég er ekki vanur að tala um dómgæslu en dómgæslan í sumar í leikjum Vals hún hefur hallað mjög á okkur.''
Hvernig ætlar Heimir að snúa við þessu gengi Vals?
„Við höfum núna tvær og hálfa viku til að snúa þessu við, æfa vel og laga þetta. Vera með nokkra videofundi og gefa mönnum frí til að hlaða batteríin.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Heimir betur um leikinn, dómgæsluna og vandræði Vals.
Athugasemdir