Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 29. maí 2024 20:01
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Selfoss tapaði á heimavelli
Lengjudeildin
Mynd: ÍA
Selfoss 1 - 2 ÍA
0-1 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('2)
0-2 Erla Karitas Jóhannesdóttir ('16)
1-2 Auður Helga Halldórsdóttir ('63)

Lestu um leikinn: Selfoss 1 -  2 ÍA

Selfoss tók á móti ÍA í eina leik dagsins og fyrsta leik fjórðu umferðar í Lengjudeild kvenna.

Selfoss gat komist á toppinn með sigri á heimavelli en Erla Karitas Jóhannesdóttir hafði önnur áform.

Hún skoraði strax á 2. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf og tvöfaldaði svo forystuna á 16. mínútu eftir slæm markmannsmistök eftir aðra fyrirgjöf.

Selfyssingar voru slegnir út af laginu og fundu engin svör fyrr en í síðari hálfleik, þegar Auður Helga Halldórsdóttir minnkaði muninn á 63. mínútu.

Auður Helga skoraði eftir undirbúning frá Guðrúnu Þóru Geirsdóttur, sem klúðraði sjálf góðu færi skömmu fyrr, og var mikil spenna á lokakaflanum.

Bæði lið fengu færi til að skora og átti Selfoss skalla í slána undir blálokin, en boltinn rataði ekki í netið. Lokatölur 1-2 fyrir ÍA.

Ungt lið Skagakvenna er komið með sex stig eftir fjórar umferðir. Þetta er fyrsta tap Selfyssinga í Lengjudeildinni en liðið er þó einungis með fimm stig.
Athugasemdir
banner
banner