
„Ég er ekkert smá sátt ég er ótrúlega sátt með liðið og þjálfaranna við vildum þetta ógeðslega mikið og ég bara vá ég er rosalega ánægð að vera komin í 4-liða úrslit." Sagði Berglind Rós fyrirlið Fylkis eftir frábæran 3-2 sigur á ÍBV í kvöld og eru þar með komnar í 4-liða úrslit bikarsins.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 2 ÍBV
Föstu leikatriði Fylkis voru að ógna mikið í þessum leik og uppskáru þær mörk úr þeim. Er Kjartan duglegur að æfa þau?
„Ekki mikið en við förum í þetta og Kjartan er búin að segja okkur að stilla upp í tvö leikkerfi og það heppnaðist núna til dæmis."
Fylkir er í Inkasso deildinni en eru komnar í 4-liða úrslit. Það hlýtur að hafa góð áhrif á hópinn?
„Þetta gefur auka orku og við erum rosa sáttar og gefa í og komast eins langt og við getum og bara klára þetta." Sagði Berglind að lokum.
Viðtalið ói heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir