Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 29. júní 2022 13:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hérna spilar Ísland við Pólland á eftir
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 13:30 hefst vináttulandsleikur Póllands og Íslands. Er þetta eini undirbúningsleikur Íslands fyrir Evrópumótið í Englandi.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Íslenska liðið hefur verið með aðsetur í Poznan síðustu daga en þessi leikur fer fram í smábæ í um klukkutíma akstursfjarlægð frá borginni.

Völlurinn heitir Stadion Dyskobolii Grodzisk Wielkopolski og rúmar tæplega 6000 manns - meira en Academy Stadium í Manchester þar sem Ísland spilar tvo af leikjum sínum á EM.

Völlurinn var byggður árið 1925 og er heimavöllur pólska úrvalsdeildarfélagsins Warta Poznań í augnablikinu á meðan félagið er að vinna að nýjum leikvangi. Leikvangurinn er einnig heimavöllur Nasza Dyskobolia Grodzisk Wielkopolski sem er í sjöttu efstu deild í Póllandi.

Meðfylgjandi eru myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók fyrir leik, en við minnum á að leikurinn er í beinni textalýsingu hér á síðunni.
Athugasemdir
banner