Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 29. júní 2022 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Luka Jagacic rekinn frá Reyni S. - Bjarki Már tekinn við (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Reynis Sandgerði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Luka Jagacic mun ekki stýra Reyni Sandgerði áfram eftir að hann komst að samkomulagi við félagið um starfslok.


Luka fór fyrst til Sandgerðis sem leikmaður 2019 en lenti í meiðslum og var í kjölfarið ráðinn sem aðstoðarmaður aðalþjálfara. Hann vann sig fljótt upp og tók við stjórn á meistaraflokki síðasta haust.

Reyni hefur þó ekki gengið nógu vel á fyrsta tímabilinu undir hans stjórn og er liðið í neðsta sæti 2. deildar með þrjú stig eftir 8 umferðir.

Útlitið er þó ekki jafn slæmt og það hljómar því aðeins þrjú stig skilja neðstu fimm lið deildarinnar að og ljóst að framundan er spennandi fallbarátta.

Bjarki Már Árnason er tekinn við sem aðalþjálfari meistaraflokks.

Bjarki Már hefur áður stýrt Tindastóli og Kormáki/Hvöt sem spilandi þjálfari en hann er 44 ára gamall og hefur spilað sex leiki með Kormáki/Hvöt í ár - þar af fjóra í Lengjubikarnum.

„Stjórn knattspyrnudeildar vill þakka Luka fyrir frábært samstarf í gegnum árin," segir meðal annars á vefsíðu Reynis.

Sjá einnig:
Ástríðan - 8. umferð - Luka rekinn eftir sigurleik


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner