Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
banner
   mið 29. júní 2022 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Sísí Lára: Þetta er smá svekkjandi
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, var svekkt með 1-1 jafnteflið gegn Tindastóli í Lengjudeild kvenna í kvöld en þrátt fyrir það er liðið enn á toppnum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

FH lenti undir í fyrri hálfleiknum eftir að Hugrún Pálsdóttir skoraði en eftir nokkur fín marktækifæri í síðari hálfleiknum kom jöfnunarmarkið þegar sjö mínútur voru eftir.

FH er eina liðið í deildinni sem hefur ekki tapað leik og situr það á toppnum með 20 stig, jafnmörg og Tindastóll, sem er með slakari markatölu.

„Smá svekkjandi. Mér fannst við koma sterkari eftir að við fáum markið á okkur og taka völdin. Maður var alltaf að bíða eftir að markið kom og loksins datt það fyrir okkur. Mér fannst við sækja meira en eitt stig úr því sem komið er, það er gott," sagði Sigríður Lára.

„Það var gaman. Að mæta svona sterku liði, deildin er jafnari í ár en í fyrra. Botnliðin eru að taka stig af toppliðunum, þetta er mjög spennandi."

„Við erum ósigraðar eins og er. Við misstigum okkur í Fjölnisleiknum en það var eitt stig. Við þurfum að halda áfram og mótið ekki einu sinni hálfnað. Það er nóg eftir."


Liðið mætir Haukum í grannaslag á þriðjudag áður en það verður tekið rúmlega tveggja vikna hlé á deildinni. FH var grátlega nálægt því að komast upp í deild þeirra bestu á síðasta tímabili en markmið liðsins er að fara upp í ár.

„Það er einn leikur þangað til við förum í pásu, þannig fáum smá frí og svo tekur deildin aftur við. Það er spennandi. Við höfum engu gleymt frá því í fyrra og markmið er að komast upp," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner