Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mið 29. júní 2022 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Sísí Lára: Þetta er smá svekkjandi
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, var svekkt með 1-1 jafnteflið gegn Tindastóli í Lengjudeild kvenna í kvöld en þrátt fyrir það er liðið enn á toppnum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

FH lenti undir í fyrri hálfleiknum eftir að Hugrún Pálsdóttir skoraði en eftir nokkur fín marktækifæri í síðari hálfleiknum kom jöfnunarmarkið þegar sjö mínútur voru eftir.

FH er eina liðið í deildinni sem hefur ekki tapað leik og situr það á toppnum með 20 stig, jafnmörg og Tindastóll, sem er með slakari markatölu.

„Smá svekkjandi. Mér fannst við koma sterkari eftir að við fáum markið á okkur og taka völdin. Maður var alltaf að bíða eftir að markið kom og loksins datt það fyrir okkur. Mér fannst við sækja meira en eitt stig úr því sem komið er, það er gott," sagði Sigríður Lára.

„Það var gaman. Að mæta svona sterku liði, deildin er jafnari í ár en í fyrra. Botnliðin eru að taka stig af toppliðunum, þetta er mjög spennandi."

„Við erum ósigraðar eins og er. Við misstigum okkur í Fjölnisleiknum en það var eitt stig. Við þurfum að halda áfram og mótið ekki einu sinni hálfnað. Það er nóg eftir."


Liðið mætir Haukum í grannaslag á þriðjudag áður en það verður tekið rúmlega tveggja vikna hlé á deildinni. FH var grátlega nálægt því að komast upp í deild þeirra bestu á síðasta tímabili en markmið liðsins er að fara upp í ár.

„Það er einn leikur þangað til við förum í pásu, þannig fáum smá frí og svo tekur deildin aftur við. Það er spennandi. Við höfum engu gleymt frá því í fyrra og markmið er að komast upp," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner