Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   mið 29. júní 2022 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Sísí Lára: Þetta er smá svekkjandi
Kvenaboltinn Lengjudeildin
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, var svekkt með 1-1 jafnteflið gegn Tindastóli í Lengjudeild kvenna í kvöld en þrátt fyrir það er liðið enn á toppnum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

FH lenti undir í fyrri hálfleiknum eftir að Hugrún Pálsdóttir skoraði en eftir nokkur fín marktækifæri í síðari hálfleiknum kom jöfnunarmarkið þegar sjö mínútur voru eftir.

FH er eina liðið í deildinni sem hefur ekki tapað leik og situr það á toppnum með 20 stig, jafnmörg og Tindastóll, sem er með slakari markatölu.

„Smá svekkjandi. Mér fannst við koma sterkari eftir að við fáum markið á okkur og taka völdin. Maður var alltaf að bíða eftir að markið kom og loksins datt það fyrir okkur. Mér fannst við sækja meira en eitt stig úr því sem komið er, það er gott," sagði Sigríður Lára.

„Það var gaman. Að mæta svona sterku liði, deildin er jafnari í ár en í fyrra. Botnliðin eru að taka stig af toppliðunum, þetta er mjög spennandi."

„Við erum ósigraðar eins og er. Við misstigum okkur í Fjölnisleiknum en það var eitt stig. Við þurfum að halda áfram og mótið ekki einu sinni hálfnað. Það er nóg eftir."


Liðið mætir Haukum í grannaslag á þriðjudag áður en það verður tekið rúmlega tveggja vikna hlé á deildinni. FH var grátlega nálægt því að komast upp í deild þeirra bestu á síðasta tímabili en markmið liðsins er að fara upp í ár.

„Það er einn leikur þangað til við förum í pásu, þannig fáum smá frí og svo tekur deildin aftur við. Það er spennandi. Við höfum engu gleymt frá því í fyrra og markmið er að komast upp," sagði hún í lokin.
Athugasemdir