Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mið 29. júní 2022 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Sísí Lára: Þetta er smá svekkjandi
Lengjudeildin
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, var svekkt með 1-1 jafnteflið gegn Tindastóli í Lengjudeild kvenna í kvöld en þrátt fyrir það er liðið enn á toppnum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

FH lenti undir í fyrri hálfleiknum eftir að Hugrún Pálsdóttir skoraði en eftir nokkur fín marktækifæri í síðari hálfleiknum kom jöfnunarmarkið þegar sjö mínútur voru eftir.

FH er eina liðið í deildinni sem hefur ekki tapað leik og situr það á toppnum með 20 stig, jafnmörg og Tindastóll, sem er með slakari markatölu.

„Smá svekkjandi. Mér fannst við koma sterkari eftir að við fáum markið á okkur og taka völdin. Maður var alltaf að bíða eftir að markið kom og loksins datt það fyrir okkur. Mér fannst við sækja meira en eitt stig úr því sem komið er, það er gott," sagði Sigríður Lára.

„Það var gaman. Að mæta svona sterku liði, deildin er jafnari í ár en í fyrra. Botnliðin eru að taka stig af toppliðunum, þetta er mjög spennandi."

„Við erum ósigraðar eins og er. Við misstigum okkur í Fjölnisleiknum en það var eitt stig. Við þurfum að halda áfram og mótið ekki einu sinni hálfnað. Það er nóg eftir."


Liðið mætir Haukum í grannaslag á þriðjudag áður en það verður tekið rúmlega tveggja vikna hlé á deildinni. FH var grátlega nálægt því að komast upp í deild þeirra bestu á síðasta tímabili en markmið liðsins er að fara upp í ár.

„Það er einn leikur þangað til við förum í pásu, þannig fáum smá frí og svo tekur deildin aftur við. Það er spennandi. Við höfum engu gleymt frá því í fyrra og markmið er að komast upp," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner