Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
banner
   mið 29. júní 2022 22:18
Brynjar Ingi Erluson
Sísí Lára: Þetta er smá svekkjandi
Lengjudeildin
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigríður Lára Garðarsdóttir, fyrirliði FH, var svekkt með 1-1 jafnteflið gegn Tindastóli í Lengjudeild kvenna í kvöld en þrátt fyrir það er liðið enn á toppnum.

Lestu um leikinn: FH 1 -  1 Tindastóll

FH lenti undir í fyrri hálfleiknum eftir að Hugrún Pálsdóttir skoraði en eftir nokkur fín marktækifæri í síðari hálfleiknum kom jöfnunarmarkið þegar sjö mínútur voru eftir.

FH er eina liðið í deildinni sem hefur ekki tapað leik og situr það á toppnum með 20 stig, jafnmörg og Tindastóll, sem er með slakari markatölu.

„Smá svekkjandi. Mér fannst við koma sterkari eftir að við fáum markið á okkur og taka völdin. Maður var alltaf að bíða eftir að markið kom og loksins datt það fyrir okkur. Mér fannst við sækja meira en eitt stig úr því sem komið er, það er gott," sagði Sigríður Lára.

„Það var gaman. Að mæta svona sterku liði, deildin er jafnari í ár en í fyrra. Botnliðin eru að taka stig af toppliðunum, þetta er mjög spennandi."

„Við erum ósigraðar eins og er. Við misstigum okkur í Fjölnisleiknum en það var eitt stig. Við þurfum að halda áfram og mótið ekki einu sinni hálfnað. Það er nóg eftir."


Liðið mætir Haukum í grannaslag á þriðjudag áður en það verður tekið rúmlega tveggja vikna hlé á deildinni. FH var grátlega nálægt því að komast upp í deild þeirra bestu á síðasta tímabili en markmið liðsins er að fara upp í ár.

„Það er einn leikur þangað til við förum í pásu, þannig fáum smá frí og svo tekur deildin aftur við. Það er spennandi. Við höfum engu gleymt frá því í fyrra og markmið er að komast upp," sagði hún í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner