Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. júní 2022 11:20
Elvar Geir Magnússon
Stærsta hindrunin fyrir Man Utd er að De Jong vill ekki fara frá Barcelona
Frenkie de Jong er ánægður hjá Barcelona.
Frenkie de Jong er ánægður hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Spænska blaðið Sport segir að hollenski miðjumaðurinn Frenkie de Jong neiti að yfirgefa Barcelona þrátt fyrir að félagið sé að ná samkomulagi við Manchester United um kaupverð.

De Jong er efstur á óskalista Erik ten Hag en leikmaðurinn sjálfur vill víst ekki yfirgefa Nývang.

United er í uppbyggingarstarfssemi og Ten Hag lítur á landa sinn sem lykilhlekk í að bæta miðsvæðið. Liðið verður ekki með í Meistaradeildinni á komandi tímabili.

De Jong er sagður pirraður á þeim sem séu að reyna að ýta honum út um dyrnar en Barcelona hefur átt í fjárhagserfiðleikum og þarf að taka til í bókhaldinu.

Stærsta hindrunin í því að Manchester United fái De Jong liggur einfaldlega hvort vilji sé til staðar hjá leikmanninum sjálfum. Efst á hans óskalista er að vera áfram hjá Barcelona.
Athugasemdir
banner
banner
banner