Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 29. júlí 2021 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frændi Gerrard æfði í Danmörku - Ekki mættur aftur til Derby
Bobby Duncan.
Bobby Duncan.
Mynd: Getty Images
Bobby Duncan, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur verið að æfa með Vejle í Danmörku.

Duncan er tvítugur að aldri og yfirgaf hann Liverpool eftir mikið fjölmiðlafár 2019 til að ganga til liðs við Fiorentina á Ítalíu fyrir tæpar 2 milljónir punda.

Hann stoppaði stutt í Fiorentina og var kominn til Derby County fyrir síðasta tímabil.

Þar hefur hann ekki verið að fá mörg tækifæri og vegna fjárhagsstöðu Derby var honum leyft að ræða við Vejle um að fara þangað á frjálsri sölu. Samkvæmt The Athletic þá gengu viðræðurnar við Vejle ekki upp.

The Athletic segir einnig að Duncan sé ekki enn mættur aftur til Derby og það séu stjórnarmenn félagsins brjálaðir með. Derby var tilbúið að losa sig við hann til að minnka launakostnað en vill fá hann til baka fyrst viðræðurnar við Vejle gengu ekki upp. Duncan hefur verið að æfa með Vejle í Danmörku.

Duncan, sem er frændi Steven Gerrard, er uppalinn hjá Manchester City. Hann mun fara í sitt fjórða félag á fjórum árum ef hann fær félagaskipti frá Derby í sumar. Orðspor hans hefur verið minnkandi frá því hann yfirgaf Liverpool í ósætti.

Sjá einnig:
Frændi Gerrard æfði í Danmörku - Ekki mættur aftur til Derby
Athugasemdir
banner
banner
banner