banner
   fim 29. júlí 2021 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sambandsdeildin í dag - Breiðablik í möguleika
Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Blika, á ferðinni.
Höskuldur Gunnlaugsson, leikmaður Blika, á ferðinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gleðilegan fimmtudaginn. Á fimmtudögum er leikið í hinni glæsilegu Sambandsdeild UEFA.

Það eru þrjú íslensk lið eftir í keppninni. FH og Valur eru í vondum málum gegn norsku liðunum Bodo/Glimt og Rosenborg. Bæði lið spila ytra í dag.

FH er 2-0 undir gegn Rosenborg og Valur er 3-0 undir gegn meisturunum í Bodo/Glimt.

Breiðablik er í góðum möguleika á að komast áfram. Staðan er 1-1 í einvígi þeirra gegn Austria Vín frá Austurríki. Liðin mætast á Kópavogsvelli klukkan 17:30 og verður sá leikur auðvitað í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Til að skoða alla leiki dagsins í Sambandsdeildinni og stöðuna í einvígunum, smelltu þá hérna.

fimmtudagur 29. júlí

Sambandsdeild UEFA
16:00 Bodo/Glimt-Valur (Aspmyra - Bodo)
17:00 Rosenborg-FH (Lerkendal Stadion - A)
17:30 Breiðablik-Austria Wien (Kópavogsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner