Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fim 29. ágúst 2019 17:13
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin: Liverpool mætir Napoli - PSG og Real Madrid í sama riðli
Liverpool og Napoli eigast við
Liverpool og Napoli eigast við
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe mætir Real Madrid en óvíst er hvað Neymar gerir
Kylian Mbappe mætir Real Madrid en óvíst er hvað Neymar gerir
Mynd: Getty Images
Dregið var í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í Mónakó í dag en Evrópumeistarar Liverpool fá nokkuð þægilegan riðil.

Það var mikið af stórstjörnum sem fylgdust með drættinum í dag en einnig voru afhent verðlaun fyrir árangur í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð.

Paris Saint-Germain, Real Madrid, Club Brugge og Galatasaray eru í A-riðlinum en þarna mætast tvö af stærstu liðum heims. Það verður áhugavert að sjá hvort hin tvö liðin nái að stríða þeim en það verður þó að segjast að það er afar ólíklegt.

Í B-riðlinum eru Bayern München, Tottenham, Olympiakos og Rauða stjarnan á meðan Manchester City mætir Shakhtar Donetsk, Dinamo Zagreb frá Króatíu og Atalanta frá Ítalíu. Nokkuð þægilegur riðill fyrir Englandsmeistarana.

Juventus, Atlético Madrid, Bayer Leverkusen og Lokomotiv Moskva frá Rússlandi eru í D-riðli. Þá fá Evrópumeistarar Liverpool lið Napoli aftur í riðlakeppninni en einnig eru þar Red Bull Salzburg og Genk frá Belgíu.

Sterkasta riðillinn er vafalaust E-riðill en þar eru Barcelona, Borussia Dortmund og Inter. Slavia Prague fær þá einnig að leika í sama riðli en ljóst er að þetta gætu orðið sex erfiðir leikir fyrir liðið.

Áhugaverðasti riðillinn er hins vegar F-riðill. Zenit, Benfica, Leipzig og Lyon leika þar en allt eru þetta öflug lið sem eru líkleg til árangurs.

Chelsea, Ajax, Lille og Valencia eru svo í H-riðlinum.

Drátturinn í heild sinni:

A-riðill:

PSG
Real Madrid
Club Brugge
Galatasaray

B-riðill:

Bayern München
Tottenham Hotspur
Olympiakos
Rauða Stjarnan

C-riðill:

Man. City.
Shakhtar
Dinamo Zagreb
Atalanta

D-riðill:

Juventus
Atlético Madrid
Bayer Leverkusen
Lokomotiv Moskva

E-riðill:

Liverpool
Napoli
RB Salzburg
Genk

F-riðill:

Barcelona
Dortmund
Inter
Slavia Prag

G-riðill:

Zenit
Benfica
Leipzig
Lyon

H-riðill:

Chelsea
Ajax
Valencia
Lille



Athugasemdir
banner
banner
banner