Heimild: BBC Sport
Garth Crooks, sérfræðingur BBC, hefur legið undir feldi og er nú búinn að velja úrvalslið vikunnar í ensku úrvalsdeildinni.
Markvörður: Edouard Mendy (Chelsea) - Þvílíkur viðsnúningur hjá Mendy. Var skelfilegur gegn Leeds en var frábær um helgina þegar Chelsea vann 2-1 gegn Leicester þrátt fyrir að vera 10 gegn 11 stærstan hluta leiksins.
Varnarmaður: Trent Alexander-Arnold (Liverpool) - Liverpool slátraði Bournemouth 9-0 og af mörkunum níu var það Trent sem skoraði það flottasta!
Varnarmaður Virgil van Dijk (Liverpool) - Er, eins og fleiri leikmenn Liverpool, búinn að sópa leiknum gegn Man Utd undir teppið.
Miðjumaður: Martin Ödegaard (Arsenal) - Nýr fyrirliði Arsenal hefur farið afskaplega vel af stað á nýju tímabili og sýndi hæfileika sína gegn Fulham.
Sóknarmaður: Roberto Firmino (Liverpool) - Algjörlega framúrskarandi þegar Bournemouth var niðurlægt.
Sóknarmaður: Erling Haaland (Manchester City) - Skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Man City, en væntanlega ekki þá síðustu.
Athugasemdir