þri 29. september 2020 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Óli Kristjáns og Pedro Hipolito standa sig vel
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson er á toppi dönsku B-deildarinnar með sína lærisveina í Esbjerg.

Esbjerg vann góðan sigur gegn Fremad Amager á útivelli í kvöld. Andri Rúnar Bjarnason var ekki í leikmannahópi Esbjerg sem komst í 2-0. Heimamenn í Fremad Amager minnkuðu muninn á 24. mínútu og var staðan 2-1 í hálfleik.

Á 76. mínútu jöfnuðu heimamenn en Esbjerg tryggði sér sigurinn með marki á 84. mínútu.

Esbjerg er á toppi deildarinnar með 12 stig eftir fjóra leiki. Ólafur tók við Esbjerg í sumar eftir að hafa þjálfað FH þar á undan.

Í dönsku C-deildinni er Portúgalinn Pedro Hipolito, fyrrum þjálfari Fram og ÍBV, að standa sig vel með Næstved, sem vann í dag 1-0 sigur á Roskilde. Næstved er í öðru sæti í sínum riðli í C-deildinni með 13 stig eftir fimm leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner