Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 29. október 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Rashford sló met Mbappe
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford átti magnaða innkomu þegar Manchester United burstaði RB Leipzig 5-0 en hann skoraði þrennu á 27 mínútum.

Hann setti um leið met í Meistaradeildinni en enginn varamaður hefur verið jafn fljótur að skora þrennu.

Kylian Mbappe átti fyrra metið sem var 38 mínútur og þar á undan átti Walter Pandiani metið en það var þá 44 mínútur.

Rashford varð í gær einnig annar leikmaðurinn í sögu Manchester United til að skora þrennu eftir að hafa komið inn á sem varamaður en hann lék þar sama leik og Ole Gunnar Solskjær, núverandi stjóri liðsins.

Sjá einnig:
Rashford lék eftir stórt afrek stjóra síns
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner