David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   þri 29. október 2024 17:30
Elvar Geir Magnússon
Guardiola: Rodri verðskuldar gullboltann
Guardiola faðmar Rodri.
Guardiola faðmar Rodri.
Mynd: EPA
Rodri með gullboltann.
Rodri með gullboltann.
Mynd: EPA
Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að fyrirliði sinn Rodri hafi verðskuldað Ballon d'Or gullboltann sem hann hlaut í gær þegar hann var útnefndur besti leikmaður heims.

Rodri var lykilmaður í Englandsmeistaratitli Manchester City og var valinn maður mótsins þegar Spánn vann Evrópumótið síðasta sumar.

Real Madrid sniðgekk hátíðina eftir að ljóst var að Vinicius Jr myndi ekki hljóta gullboltann.

„Það er bara ákvörðun Real Madrid hvort þeir vilji mæta eða ekki. Ef þeir gera það ekki þá er það bara fínt. Ef þeir vilja óska öðrum til hamingju eða ekki er bara þeirra val," segir Guardiola, sem er fyrrum stjóri Barcelona.

„Ef þú ert í sætum eitt til þrjú er það framúrskarandi. Það þýðir að þú hefur átt frábært ár og þú verður að vera ánægður með það. Það eru blaðamenn um allan heim sem kjósa og það eru skiptar skoðanir, það gerir fótboltann svo skemmtilegan er það ekki?"

Rodri er fyrsti Manchester City leikmaðurinn til að vinna Ballon d'Or og fyrsti leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni til að vinna verðlaunin síðan Cristiano Ronaldo gerði það 2008.

„Rodri er frábær fulltrúi City en einnig spænska fótboltans og áhrifa þeirra á heimsfótboltann," segir Guardiola.
Athugasemdir
banner